29.9.2007 | 17:30
HVERNIG ÞÁ???
Hver segir að veiðimenn reyni ekki að virða reglur um veiðar? Þeir sem til þekkja vita að Blesgæsin er nauðalík Grágæsinni og er erfitt að greina þær í sundur á flugi. Hinsvegar þá hefur Blesgæsin aðallega haft viðkomu hér á landi á suður og vesturlandi á leið sinni til og frá varpstaða sinna á Grænlandi, þó er hún eitthvað farin að verpa hér á landi. Þó veiðiskýrslur sýni að Blesgæsin sé veidd hér að einhverju leiti þá veltir maður fyrir sér hvort það hafi ekki alltaf verið þannig og þá hvort þessi veiði hafi eitthvað með stofnstærðina að gera.
![]() |
Áhyggjur af blesgæs |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (9.9.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Af mbl.is
Innlent
- RÚV gerir athugasemdir við þátttöku Ísraels
- Útgjöld aukast verulega í fjárfrekum málaflokkum
- Einstakt myndskeið af straumönd
- Hyggst leggja fram breytingar á fjárlagafrumvarpi
- Stjórnsýsla Íslands er lítil
- Gul viðvörun á Austfjörðum
- Reyksprengju kastað inn á pall
- Vinnubrögðin með ólíkindum
- Farbann sett á ísraelska ráðherra
- Stjórnin boðar 157 mál í þingmálaskrá
Erlent
- Fyrirskipar öllum íbúum Gasaborgar að yfirgefa svæðið
- Sterkur jarðskjálfti í Grikklandi
- Ver sig sjálfur eftir banatilræði við Trump
- Tilnefnir nýjan forsætisráðherra á komandi dögum
- Støre með 28,2% Solberg játar sig sigraða
- Støre stefnir í stórsigur
- Bayrou hrökklast frá völdum
- Ríkisstjórn Frakklands á barmi falls
- Tala látinna hækkar í Jerúsalem
- Heimsvaldastefna Pútíns endi ekki með landvinningum
Athugasemdir
Það er lítið mál að þekkja blesgæs og grágæs í sundur í aðflugi.
Í fyrsta lagi þá gefur blesgæsin frá sér allt annað hljóð en grágæsin, tónninn er hærri, hljóðin eru styttri og mýkri.
Í öðru lagi er aðflug blesgæsar til lendingar mjög ólíkt grágæsinni. Blesgæsin vaggar sér og fellir flugið hratt, nánast eins og hún hrapi nokkra metra í einu. Grágæsin lækkar yfirleitt flugið í samfellu, þótt hún eigi til svipaða aðflugstakta og blesgæsin einstaka sinnum.
Með því að hlusta og taka eftir aðfluginu, þá er hægt að forðast að skjóta blesgæsina. Ég veiddi hana á meðan það var leyft, en nú er stofninn í hættu og menn eiga að bera virðingu fyrir því.
Halldór Halldórsson, 29.9.2007 kl. 20:46
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.